Heimaleikur gegn ÍBV í bikarnum

Fótbolti
Heimaleikur gegn ÍBV í bikarnum
Strákarnir fengu heimaleik (mynd: EBF)

Í kvöld var dregið í 16-liða úrslit Mjólkurbikars karla og var KA í pottinum eftir 6-0 stórsigur liðsins á Leikni Reykjavík á Greifavellinum á miðvikudaginn. Meðal annars voru öll 12 liðin í efstu deild í pottinum og ljóst að krefjandi viðureign væri framundan.

Það fór svo að KA fékk heimaleik gegn ÍBV en Vestmannaeyingar eru í Lengjudeildinni eftir fall úr efstu deild á síðustu leiktíð. Eyjamenn eru þó með gríðarlega sterkt lið sem stefnir á að tryggja endurkomu í efstu deild á þessu sumri.

Áætlað er að leikurinn fari fram 30. eða 31. júlí á Greifavellinum og spennandi bikarslagur framundan.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband