Flýtilyklar
Heimaleikur gegn Fylki á sunnudaginn
KA tekur á móti Fylkismönnum á Greifavellinum á sunnudaginn klukkan 16:00 í Pepsi Max deild karla. Árbæingar hafa leikið gríðarlega vel í sumar og sitja í þriðja sæti deildarinnar með 22 stig. Það er því krefjandi verkefni framundan hjá okkar liði en KA situr í 10. sætinu með 11 stig en hefur leikið einum leik minna en Fylkismenn.
Fyrri leikur liðanna í sumar bauð upp á mikla skemmtun og ekki ólíklegt að það verði aftur raunin á sunnudaginn. Fylkismenn fóru á endanum með 4-1 sigur af hólmi og ekki spurning að okkar lið hyggur á hefndir með ykkar stuðning!
Alls geta 400 einstaklingar sem eru 16 ára og eldri mætt á leikinn. 200 í stúkuna þar sem gengið er inn um aðalinnganginn og 200 í grasstúkuna þar sem gengið er inn norðan við völlinn. Hlökkum til að sjá ykkur og áfram KA!