Haustfríi að ljúka, æfingar hefjast á laugardaginn

Fótbolti

Æfingar yngri flokka KA í knattspyrnu hafa verið í haustfríi undanfarnar vikur en hefjast á nýjan leik laugardaginn 17. október. Frábær árangur náðist í sumar hjá liðum KA og eru gríðarlega spennandi tímar framundan í fótboltanum hjá okkur.

Við minnum að sjálfsögðu á að vegna Covid stöðunnar þurfa allir að huga vel að eigin sóttvörnum. Gott er til dæmis að kynna sér Covid ráðstafanir sem KA er með í gangi í KA-Heimilinu.

Þá er mikilvægt að allir iðkendur séu tengdir Sportabler til að fylgjast með ef það eru breytingar á æfingatíma og fá upplýsingar um mót og leiki. Ef eitthvað er óljóst er hægt að hafa samband við Alla yfirþjálfara í alli@ka.is eða við þjálfara flokksins.

Helstu upplýsingar um æfingagjöld


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband