Flýtilyklar
Haraldur M. Sigurđsson látinn
15.10.2008
Almennt
Haraldur M. Sigurðsson fyrrverandi formaður K.A. lést í gær, þriðjudaginn 14. október, 85 ára að aldri.
Haraldur var menntaður íþróttakennari. Hann lauk prófi við Íþróttakennaraskólan á Laugum árið 1944 en sama ár fluttist hann til Akureyrar. Hann snéri sér fljótt að kennslu og keppni fyrir K.A. og árin 1952-55 og 1974-75 var hann formaður K.A. Haraldur starfaði sem kennari við Gagnfræðiskóla Akureyrar í 40 ár.
Haraldur var gerður að heiðursfélaga K.A. árið 1985.Knattspyrnufélag Akureyrar sendir fjölskyldu Haraldar hugheilar samúðarkveðjur við fráfall hans.