Handboltaleikjaskólinn fer af stað á sunnudaginn!

Handbolti

Handboltaleikjaskóli KA fyrir hressa krakka fædd 2019 til 2022 fer  af stað sunnudaginn 29. september næstkomandi. Viðtökurnar hafa verið frábærar og hefur heldur betur verið gaman að fylgjast með krökkunum kynnast handbolta á skemmtilegan hátt.

Eins og undanfarin ár fer skólinn fram í íþróttasal Naustaskóla klukkan 10:00 á sunnudögum. Fyrsti tími þessa nýja tímabils er eins og fyrr segir sunnudaginn 28. september. Við hlökkum svo sannarlega til að sjá ykkur aftur þá.

Skráning í skólann fer fram í gegnum Sportabler en nýir iðkendur eru að sjálfsögðu velkomnir í prufutíma. Einnig fara allar upplýsingar um æfingar og annað í gegnum Abler. 

SMELLTU HÉR TIL AÐ SKRÁ ÞIG


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband