Handboltaakademía fyrir öfluga krakka

Handbolti

KA og KA/Þór standa fyrir handboltaakademíu fyrir öfluga stráka og stelpur en þar verður einstaklingsmiðuð handknattleiksþjálfun, fyrirlestrar og fræðsla um allt sem kemur að þjálfun og öðrum þáttum sem eru mikilvægir fyrir íþróttafólk.

Akademían er fyrir stelpur og stráka fædd 2009-2012 og hefst hún 1. október. Skólastjóri er Halldór Stefán Haraldsson, þjálfari meistaraflokks karla, og yfirþjálfari er Jónatan Magnússon, þjálfari meistaraflokks kvenna.

Kostnaður er 15.000 fyrir tímabilið 1. október til 20. desember. Þetta er tækifæri sem metnaðarfullir handboltakrakkar ættu ekki að láta framhjá sér fara!

Skráning fer fram í Sportabler og er hægt að nálgast hana með hlekknum hér fyrir neðan:

KA handbolti á Sportabler


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband