Flýtilyklar
Hallgrímur Mar markahćstur í sögu KA
Hallgrímur Mar Steingrímsson er nú orđinn markahćsti leikmađur í sögu knattspyrnudeildar KA en hann sló metiđ er hann skorađi tvívegis í 2-1 sigri KA á Keflavík í gćr á Greifavellinum. Samtals hefur Grímsi nú skorađ 74 mörk fyrir félagiđ í deild og bikar.
Međ mörkunum tveimur í gćr fór hann upp fyrir Hrein Hringsson sem var markahćsti leikmađur félagins međ 73 mörk. Samtals hefur Grímsi nú gert 74 mörk í deild og bikar fyrir KA en 65 ţeirra hafa komiđ í deildarkeppni og 9 í bikarleikjum. Í tilefni áfangans tókum viđ saman smá markasyrpu sem viđ hvetjum alla til ađ kíkja á.
Glćsileg markaveisla međ Grímsa!
Auk ţess er hann leikjahćsti leikmađur félagsins međ 242 leiki í deild og bikar. Ţá er hann einnig markahćsti leikmađur félagsins í efstu deild međ 34 mörk. Grímsi mun vćntanlega halda áfram ađ bćta viđ ţessi glćsilegu met sín en hann skrifađi á dögunum undir nýjan samning viđ félagiđ sem gildir út tímabiliđ 2023.
Ţrívegis hefur Hallgrímur skorađ ţrennu fyrir KA en hann gerđi fyrst ţrennu í heimaleik gegn ÍBV í efstu deild sumariđ 2017. Sumariđ 2019 gerđi hann svo ţrennu í bikarleik gegn Sindra en hann gerđi ţrennuna á ađeins tíu mínútna kafla. Ţá skorađi hann einnig ţrennu gegn Gróttu á Seltjarnarnesi á síđustu leiktíđ er liđin mćttust í efstu deild.
Flest marka Hallgríms hafa komiđ gegn Grindavík en alls hefur hann skorađ gegn 29 félögum
Hallgrímur gekk til liđs viđ KA ađeins 18 ára gamall en hann er uppalinn í Völsung á Húsavík og er gríđarlegur keppnismađur sem gefur sig ávallt allan fyrir félagiđ. Undanfarin ár hefur Hallgrímur veriđ einn besti leikmađur efstu deildar og hlotiđ verđskuldađa athygli fyrir framgöngu sína.
Grímsi er ákaflega vel ađ ţeim heiđri kominn ađ bera öll ţessi félagsmet hjá KA og óskum viđ honum innilega til hamingju međ áfangana og hlökkum til ađ sjá hann halda áfram ađ bćta metin.