Gabríel og Ívar semja út 2025

Fótbolti

Gabriel Lucas Freitas Meira og Ívar Arnbro Þórhallsson hafa skrifað undir nýja samninga við knattspyrnudeild KA og eru nú samningsbundnir félaginu út sumarið 2025. Þetta eru afar jákvæðar fréttir enda báðir gríðarlega efnilegir og spennandi leikmenn.

Báðir eru þeir kappar fæddir árið 2006 og eru að koma uppúr yngriflokkastarfi félagsins þar sem þeir hafa verið algjörir lykilmenn. Þeir urðu meðal annars Íslandsmeistarar í 4. flokki sumarið 2020 og skoraði Gabriel eitt marka KA í úrslitaleiknum sjálfum og þá urðu þeir bikarmeistarar með 3. flokki síðasta sumar.

Ívar sem leikur sem markvörður hefur leikið 7 landsleiki fyrir yngrilandslið Íslands og þá hefur Gabriel einnig verið viðloðandi yngrilandsliðin. Það er klárt að það verður afar spennandi að fylgjast áfram með framgöngu þeirra Gabriels og Ívars á komandi árum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband