Flýtilyklar
Fyrsti leikur sumarsins á morgun í Kópavogi
KA leikur á morgun, 1. maí, sinn fyrsta leik í deild þeirra bestu síðan sumarið 2004. Mikil eftirvænting er fyrir leiknum og er fjölmennur hópur sem leggur leið sína suður til að sjá leik Breiðabliks og KA á Kópavogsvelli en leikurinn hefst klukkan 17:00.
Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta og styðja strákana til sigurs enda mikilvægt að fá eitthvað útúr fyrsta leik tímabilsins, áfram KA!
Í tilefni leiksins rifjum við hér upp skemmtilega viðureign liðanna frá árinu 2006 þar sem KA fór með 3-2 sigur af hólmi í 16-liða úrslitum VISA-Bikarsins. Sveinn Elías Jónsson skoraði tvívegis og Sigurður Skúli Eyjólfsson skoraði glæsilegt mark fyrir okkar lið sem var í 1. deildinni á meðan Breiðablik lék í efstu deild.
Þá erum við einnig með skemmtilegan upphitunarþátt fyrir tímabilið sem við mælum eindregið með að þið rennið yfir fyrir stórleikinn á morgun.