Fyrsti leikur KA í sumar er kl. 15:45

Fótbolti
Fyrsti leikur KA í sumar er kl. 15:45
Grímsi skoraði á Skaganum í fyrra

Þá er loksins komið að fyrsta leik sumarsins þegar KA sækir ÍA heim upp á Skipaskaga klukkan 15:45 í dag. Leikurinn er liður í opnunarumferð Pepsi Max deildarinnar og má með sanni segja að mikil eftirvænting sé fyrir leiknum.

Við hvetjum að sjálfsögðu alla sem geta til að mæta á leikinn og styðja strákana til sigurs en fyrir þá sem ekki komast upp á Skaga þá er leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband