Flýtilyklar
Fyrsti heimaleikur er á fimmtudaginn!
Fyrsti heimaleikur KA í Olísdeildinni þennan handboltavetur er á fimmtudaginn klukkan 19:00 þegar Haukar mæta norður. Það er mikil eftirvænting fyrir tímabilinu hjá strákunum okkar og klárt að þetta verður stórskemmtilegur vetur.
Leikurinn eins og fyrr segir hefst klukkan 19:00 og verðum við með flotta upphitun fyrir stuðningsmenn frá klukkan 18:00. Jón Heiðar og Jón Þór verða með lifandi tónlist á svæðinu og þá verða tilboð á mat og drykk. Halldór Stefán þjálfari KA mun ræða við stuðningsmenn fyrir leik og eftir leik er hægt að hitta á leikmenn liðsins.
Við minnum á að ársmiðasalan er í fullum gangi í Stubb og hvetjum ykkur eindregið til að kaupa ársmiða og vera með okkur í allan vetur.
Eins og undanfarin ár verður ársmiðasala liðanna í Stubb en ársmiðinn veitir aðgang að heimaleikjum í Olísdeildinni. Rétt eins og í fyrra bjóðum við sérstakan ársmiða fyrir 17-22 ára á lægra verði.
Þá bjóðum við einnig upp á sérstaka ársmiðatvennu þar sem þú getur fengið ársmiða hjá bæði karlaliði KA og kvennaliði KA/Þórs saman á aðeins 30.000 kr.
SMELLTU HÉR TIL AÐ KAUPA ÁRSMIÐA HJÁ KA
Ársmiði hjá karlaliði KA kostar 25.000 kr og veitir aðgang að öllum heimaleikjum liðsins í Olísdeild karla í vetur. Fyrir þá sem eru 17-22 ára fá slíkan ársmiða á aðeins 15.000 kr.
Þá bjóðum við upp á hinn magnaða VIP miða á 65.000 kr en miðinn veitir aðgang að öllum heimaleikjum KA yfir veturinn auk þess sem hamborgari og drykkir eru innifaldir.
SMELLTU HÉR TIL AÐ KAUPA ÁRSMIÐA HJÁ KA/ÞÓR
Ársmiði hjá kvennaliði KA/Þórs selst á 10.000 kr og veitir aðgang að öllum heimaleikjum stelpnanna í Grill66 deildinni í vetur.