Heimaleikur Akureyrar gegn Gróttu á fimmtudag

Almennt | Handbolti

Það má svo sannarlega segja að það sé spenna í loftinu þegar fyrsti heimaleikur Akureyrar í Olísdeildinni er í vændum.

Mótherjinn er heldur ekki af lakara taginu, Grótta sem stóð einmitt uppi sem sigurvegari á Opna Norðlenska á dögunum. Leikur liðanna þá var hörkuspennandi en Grótta fór með sigurinn á lokaandartökum leiksins.

Viðureignir Akureyrar og Gróttu á síðasta tímabili buðu upp á ýmislegt, Grótta kom, sá og sigraði hér fyrir norðan í fyrsta leik liðanna, Akureyri hefndi ófaranna og vann útileikinn í annarri umferð. Í þriðju umferðinni mættust liðin aftur á Seltjarnarnesinu og úr varð háspennuleikur sem lauk með jafntefli. Ég held að við getum því lofað hörkuleik í KA heimilinu á fimmtudaginn.

Leikurinn hefst klukkan 19:30 í KA heimilinu en það er upplagt að mæta tímanlega á staðinn því fyrir leikinn verður hægt að ganga frá kaupum á ársmiðum (silfurkortum) og gullkortum fyrir tímabilið.

Leikurinn hefst klukkan 19:30 í KA heimilinu en það er upplagt að mæta tímanlega á staðinn því fyrir leikinn verður hægt að ganga frá kaupum á ársmiðum (silfurkortum) og gullkortum fyrir tímabilið.

Gullkortið innifelur aðgang að öllum heimaleikjum Akureyrar, hvort sem er í deildarkeppninni, úrslitakeppnum eða bikarkeppninni. Auk þess er gullkortahöfum boðið upp á aðgang að stuðningsmannaherberginu en þar er í boði heitur matur fyrir leiki og kaffi í hálfleik. Auk ýmissa fríðinda sem tilkynntir verða síðar. Það er nýlunda í vetur að Gullkortið veiti jafnframt aðgang að heimaleikjum í bikar- og úrslitakeppninni. Verð á Gullkortinu 2016-2017 er 30.000 krónur.

Silfurkortið eða ársmiðinn er fyrst og fremst aðgöngumiði að öllum heimaleikjum liðsins í Olís deildinni (ekki bikar og úrslitakeppni). Silfurkorthafar þurfa því ekki að standa í röð í miðasölunni heldur ganga beint inn. Silfurkortið 2016-2017 kostar 20.000 krónur.

Verðin eru sem sé óbreytt frá því í fyrra.

Boðið er upp á nokkrar greiðsluleiðir auk þess sem hægt er að semja um raðgreiðslur ef það hentar.

Hægt er að panta kort með því að smella á myndirnar af kortunum hér að ofan! Þeir sem panta með þeim hætti geta nálgast kortin í KA heimilinu fyrir leikinn að öðrum kosti verður þeim komið til viðkomandi fyrir næsta heimaleik!

Sjáumst í KA heimilinu á fimmtudaginn!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband