Fótboltinn aftur af stað í dag, Valur - KA

Fótbolti

Eftir rúmlega tveggja vikna stopp er komið að næsta leik hjá KA þegar liðið sækir sterkt lið Vals heim á Origo vellinum klukkan 16:00 í dag. Fyrir leikinn er Valur á toppi deildarinnar með 19 stig eftir 9 leiki en KA liðið er með 8 stig eftir 8 leiki.

Eftir að Arnar Grétarsson tók við stjórn KA liðsins hefur liðið ekki tapað leik í Pepsi Max deildinni og ekki einu sinni fengið á sig mark. Þó tapaðist bikarleikur gegn ÍBV á dögunum og verður spennandi að sjá hvernig strákarnir mæta til leiks í dag.

Athugið að engir áhorfendur eru leyfðir á vellinum vegna Covid-19 stöðunnar en leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og því um að gera að fylgjast vel með gangi mála, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband