Flýtilyklar
Forpöntun á varatreyju yngri flokka KA
12.03.2020
Fótbolti
Knattspyrnu- og blakdeild KA gerðu á dögunum samning við Errea og munu því deildirnar leika í Errea klæðnaði næstu fjögur árin. Nú er hafin forpöntun á heimasíðu Errea með varatreyju yngriflokka KA í knattspyrnu.
Opið verður á forpantanir til 1. apríl og er áætlaður afhendingartími um miðjan maí. Athugið að stærðirnar í stuttbuxunum eru minni en í buxunum við aðalbúninginn og má gera ráð fyrir sá sem var í XXS færi í XS.
Smelltu hér til að opna KA hluta vefverslunar Errea
Auk þess minnum við á að M Sport í Kaupangi þjónustar KA fólk með Errea vörur og er því um að gera að líta við í M Sport til að skoða KA vörurnar enn betur.