Fimm úr Þór/KA á úrtaksæfingar U15

Fótbolti
Fimm úr Þór/KA á úrtaksæfingar U15
Stelpurnar eru klárar í slaginn!

Þór/KA á alls fimm fulltrúa á úrtaksæfingum U15 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem fara fram dagana 21.-24. júní næstkomandi á Selfossi. Ólafur Ingi Skúlason er landsliðsþjálfari U15 og hefur umsjón með æfingunum.

Fulltrúar okkar eru þær Angela Mary Helgadóttir, Amalía Árnadóttir, Helga Dís Hafsteinsdóttir, Krista Dís Kristinsdóttir og Sonja Björg Sigurðardóttir. Þór/KA er með gríðarlega öflugt lið í þessum aldursflokki og virkilega ánægjulegt að sjá jafn margar stelpur úr okkar röðum fá þetta flotta tækifæri.

Við óskum stelpunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband