Félagsgjöld KA 2024

Almennt

Það er mikið um að vera hjá okkur í KA þessa dagana, framkvæmdir eru hafnar á glæsilegum mannvirkjum á KA-svæðinu og félagið er ört stækkandi. Í KA eru sex íþróttagreinar knattspyrna, handknattleikur, blak, fimleikar, júdó og lyftingar og er félagið eitt það stærsta á landinu en nú eru yfir 1.500 iðkendur skráðir í KA.

Það er mikið um að vera á öllum vígstöðvum, ný heimasíða verður opnuð innan skamms og fleira er á döfinni, meðal annars hádegisframsögur þar sem þjálfarar og aðrir innan KA kynna og fara yfir starf sitt. Einnig er undirbúningur fyrir 100 ára afmæli KA að hefjast en félagið var stofnað árið 1928.

Aðalstjórn KA hefur samþykkt að félagsgjöld KA árið 2024 séu 6.000 kr. Samkvæmt lögum KA skulu félagar greiða árgjald til félagsins. Félagar hafa svo meðal annars kosningarétt á aðalfundi KA ár hvert auk þess sem ýmislegt fleira er í burðarliðnum fyrir félaga.

Félagsgjöldin skipta sköpum fyrir rekstur félagsins og vonumst við eftir góðum viðtökum vegna þessa.

Félagsgjald KA er hægt að greiða með eftirfarandi hætti:

  • Sportabler
  • Millifæra á reikning 0162-26-001610 kt. 700169-4219 og senda kvittun á gauti@ka.is
  • Senda tölvupóst á gauti@ka.is og óska eftir því að fá kröfu í heimabanka.
  • Koma í kaffi í KA-Heimilið okkar og greiða með peningum eða korti.

Með kveðju frá Aðalstjórn KA.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband