Evrópuhappdrætti KA

Fótbolti

Við verðum með happdrætti í kringum Evrópufögnuðinn magnaða á laugardaginn og eru fjórir RISA vinningar í boði.

Hægt er að kaupa miða í happdrættið á leik KA og Vals á laugardeginum og í Sjallanum um kvöldið sem og hjá Heida.berglind@gmail.com og agust@ka.is. Stakur miði er á 2.000 kr en þrír miðar saman kosta 5.000 kr.

Sé pantað í gegnum netfang er borgað með millifærslu á reikning: 0162-26-1660 og kennitala: 510991-1849

Dregið verður í Sjallanum um kvöldið en ósóttir vinningar verða afhentir í KA-Heimilinu eftir helgi.

1. Gisting fyrir tvo ásamt morgunverðarhlaðborði á Hótel Höfn í tvær nætur. Bílaleigubíll frá Höldur yfir helgi, gjafabréf í plúsþvott hjá Höldur, Heiðalambalæri og beef jerky pakki frá Kjarnafæði og 10.000 kr inneign hjá N1.

2. Gisting fyrir tvo á Hótel Borg, boðskort fyrir tvo í Krauma náttúrulaugar, bílaleigubíll frá Höldur yfir helgi, magnaður grillpakki frá Kjarnafæði og 10.000 kr inneign hjá N1.

3. Gisting fyrir tvo á Sel Hótel Mývatn ásamt morgunverðarhlaðborði. Gjafabréf fyrir tvo í Jarðböðin, gjafabréf í plúsþvott hjá Höldur og 10.000 kr inneign hjá N1

4. Flug fyrir tvo til Köben hjá Nice Air


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband