Flýtilyklar
Einar Rafn jafnaði met Arnórs - 17 mörk í leik!
Einar Rafn Eiðsson fór hamförum er KA og Grótta skildu jöfn 33-33 í KA-Heimilinu á sunnudaginn en Einar gerði sér lítið fyrir og gerði 17 mörk í leiknum. Þar jafnaði hann félagsmet Arnórs Atlasonar en Arnór gerði einnig 17 mörk í nágrannaslag gegn Þór þann 11. nóvember 2003.
Þessi stórbrotna frammistaða Einars hefur eðlilega vakið mikla athygli en þessi magnaði leikmaður gerði 10 af mörkum sínum úr opnum leik og 7 af vítalínunni. Ekki nóg með það að þá var skotnýtingin algjörlega til fyrirmyndar en hann klikkaði einungis á þremur skotum í leiknum sem gerir 85% skotnýtingu.
Einar er auk þess markahæsti leikmaður Olísdeildarinnar en hann hefur gert 100 mörk í fyrstu 12 leikjum vetrarins sem gera 8,3 mörk að meðaltali í leik. Undanfarin tvö ár hefur KA átt markakóng deildarinnar en báðir eru þeir örvhentir rétt eins og Einar. Árni Bragi Eyjólfsson var markakóngur 2020-2021 með 163 mörk sem gera 7,4 mörk að meðaltali og Óðinn Þór Ríkharðsson var markakóngur á síðustu leiktíð með 149 mörk eða 7,1 mark að meðaltali í leik.
Arnór Atlason átti metið einn fyrir stórleik Einars en hann gerði 11 af sínum 17 mörkum úr opnum leik gegn Þór og 6 af vítalínunni. Arnór á einnig næsta innslag á félagsmetalistanum en hann gerði 16 mörk í ótrúlegum 34-35 bikarsigri KA á þáverandi meisturum Hauka veturinn 2003-2004 og hampaði KA Bikarmeistaratitlinum í kjölfarið.
Arnór varð markakóngur efstu deildar þennan vetur en hann gerði alls 237 mörk sem gera 9,48 mörk að meðaltali í leik. Hann var einnig valinn besti leikmaður deildarinnar og sá efnilegasti en þetta afrekaði hann aðeins 19 ára gamall.
Hér má sjá þá sem hafa gert flest mörk í leik fyrir KA:
17 mörk
Arnór Atlason | KA-Þór 11.11.2003
Einar Rafn Eiðsson | KA-Grótta 4.12.2022
16 mörk
Arnór Atlason | Haukar-KA 5.11.2003
15 mörk
Róbert Julian Duranona | Stjarnan-KA 14.2.1996
Hörður Fannar Sigþórsson | KA-Selfoss 29.4.2006
Árni Bragi Eyjólfsson | KA-Valur 1.6.2021
14 mörk
Valdimar Grímsson | Stjarnan - KA 24.11.1993
Róbert Julian Duranona | Selfoss - KA 6.11.1996
Róbert Julian Duranona | KA - Fotex Veszprém (Ungverjaland) 9.2.1997
Arnór Atlason | Valur-KA 14.11.2003
Andrius Stelmokas | Selfoss-KA 1.10.2003
Andrius Stelmokas | KA-ÍR 16.3.2004
Halldór Jóhann Sigfússon | KA-HK 1.10.2004
Árni Bragi Eyjólfsson | ÍR-KA 9.5.2021
Óðinn Þór Ríkharðsson | KA-Grótta 5.12.2021
13 mörk
Valdimar Grímsson | KA-Víkingur 21.09.1994
Patrekur Jóhannesson | KA-KR 25.10.1994
Valdimar Grímsson | Valur-KA 18.3.1995
Bo Stage | KA-Fram 16.10.1999
Guðjón Valur Sigurðsson | KA-Afturelding 21.4.2001
Arnór Atlason | KA-HK 20.2.2002
Halldór Jóhann Sigfússon | KA-Valur 19.3.2005
Þess má geta að árin 2006-2017 lék KA undir merkjum Akureyrar Handboltafélags en Jónatan Magnússon núverandi þjálfari KA skoraði flest mörk í sögu þess liðs þegar hann gerði 15 mörk gegn Víking þann 22. janúar 2009 en það ótrúlega er að hann gerði 11 mörk af 15 af vítalínunni!
Markakóngar KA í efstu deild í handbolta:
Óðinn Þór Ríkharðsson
|
|
Árni Bragi Eyjólfsson
|
|
Bjarni Fritzson
|
|
Halldór Jóhann Sigfússon
|
|
Arnór Atlason
|
|
Róbert Julian Duranona
|
|
Patrekur Jóhannesson
|
|
Valdimar Grímsson
|