Dregið 8. apríl í happdrætti fótboltans

Fótbolti

Meistaraflokkur KA í knattspyrnu hefur undanfarnar vikur staðið fyrir sölu happdrættismiða í fjáröflunarskyni fyrir komandi baráttu í Pepsi Max deildinni. Vegna stöðunnar sem nú er í gildi höfum við þurft að fresta drættinum í happdrættinu til miðvikudagsins 8. apríl næstkomandi.

Það er því áfram mikil spenna í loftinu hverjir fá stærstu vinningana í þessu glæsilega happdrætti og munum við birta vinningsnúmerin hér á KA.is um leið og dregið hefur verið þann 8. apríl.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband