Flýtilyklar
Dagur og Martha í liði fyrri umferðarinnar
Í gær var tilkynnt um úrvalslið fyrri hluta Olís deilda karla- og kvenna í handboltanum. Bæði KA og KA/Þór eiga fulltrúa í liðum sinna deilda en Dagur Gautason er besti vinstri hornamaðurinn hjá körlunum og Martha Hermannsdóttir er besta vinstri skyttan hjá konunum.
Þetta er frábær viðurkenning fyrir þau Dag og Mörthu og óskum við þeim innilega til hamingju með valið og verður áfram gaman að fylgjast með þeim á síðari hluta tímabilsins.
Liðin má sjá í heildina hér fyrir neðan en Ásbjörn Friðriksson í FH sem er uppalinn í KA er besti leikstjórnandinn og þá er Ester Óskarsdóttir fyrrum leikmaður KA/Þór besti leikstjórnandinn hjá konunum.
Lið fyrri hluta í Olís-deild karla
Markvörður: Daníel Freyr Andrésson, Valur
Vinstra horn: Dagur Gautason, KA
Vinstri skytta: Egill Magnússon, Stjarnan
Leikstjórnandi: Ásbjörn Friðriksson, FH
Hægri skytta: Árni Steinn Steinþórsson, Selfoss
Hægra horn: Birgir Már Birgisson, FH
Línumaður: Heimir Óli Heimisson, Haukar
Lið fyrri hluta í Olís-deild kvenna:
Markvörður: Íris Björk Símonardóttir, Valur
Vinstra horn: Turið Arge Samuelsen, Haukar
Vinstri skytta: Martha Hermannsdóttir, KA/Þór
Leikstjórnandi: Ester Óskarsdóttir, ÍBV
Hægri skytta: Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Stjarnan
Hægra horn: Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram
Línumaður: Steinunn Björnsdóttir, Fram