13 liđ frá KA og KA/Ţór í eldlínunni í Kórnum

Handbolti

Ţađ var mikiđ líf og fjör í Kórnum í Kópavogi um síđustu helgi er stórt handboltamót fyrir 7. flokk fór fram. Fjölmargir krakkar frá KA og KA/Ţór mćttu á svćđiđ og léku listir sínar gegn jafnöldrum sínum en vegna vetrarfrís í grunnskólum Akureyrar var einnig mikill fjöldi foreldra á svćđinu sem myndađi skemmtilega stemningu.

Krakkarnir í 7. flokki eru fćdd árin 2015 og 2016 og sáust heldur betur magnađir taktar en alls léku 13 liđ á vegum KA og KA/Ţórs á mótinu og gaman ađ sjá kraftinn í okkar öflugu iđkendum.

Sporthero var á svćđinu og myndađi öll liđin og kunnum viđ ţeim bestu ţakkir fyrir hópmyndirnar. Smelltu á mynd til ađ sjá hana stćrri:


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband