Fréttir

Fyrsti þáttur af Topp 5 í fótboltanum

Nýr hlaðvarpsþáttur hefur hafið göngu sína þar sem Pétur Heiðar Kristjánsson og Siguróli Magni Sigurðsson fá til sín góða gesti og fara yfir hina ýmsu topplista er tengjast knattspyrnuliði KA frá árinu 2000 til dagsins í dag og ber þátturinn nafnið Topp 5
Lesa meira

Nýliðar KA komu sterkir inn árið 2017

Sumarið 2017 var loksins komið að því að KA lék aftur í efstu deild eftir fallið árið 2004. Liðið hafði unnið yfirburðarsigur í 1. deildinni og var alveg ljóst að KA ætlaði sér að festa sig í sessi sem efstudeildarlið eftir of mörg mögur ár. Þrátt fyrir að vera nýliði í deildinni var liðinu spáð góðu gengi og endaði liðið í 7. sæti í spá forráðamanna liðanna í deildinni
Lesa meira

Næstum því sumarið mikla árið 2015

Miklar væntingar voru í garð KA-liðsins fyrir sumarið 2015, liðið var sterkt og yfirlýst stefna félagsins að vinna sér sæti í efstu deild. Að vísu yfirgáfu þeir Hallgrímur Mar Steingrímsson og Arsenij Buinickij liðið en í þeirra stað komu Elfar Árni Aðalsteinsson, Halldór Hermann Jónsson, Hilmar Trausti Arnarsson og Juraj Grizelj
Lesa meira

Þór/KA Íslandsmeistari sumarið 2012

Þór/KA varð Íslandsmeistari í fyrsta skiptið sumarið 2012. Sigurinn var sögulegur en þetta var í fyrsta skiptið sem að Íslandsbikar kvenna fór lengra út á land en Akranes og hann hafði ekki farið af höfuðborgarsvæðinu síðan árið 1987
Lesa meira

Vinningar í happdrætti meistaraflokks karla

Dregið var í dag í happdrætti meistaraflokks karla í knattspyrnu og má sjá vinningsmiðana hér fyrir neðan. Við hefjum afhendingu á vinningunum mánudaginn 20. apríl og er hægt að sækja þá í KA-Heimilið milli klukkan 12:00 og 18:00
Lesa meira

Sigurfögnuður KA sumarið 2016

KA vann yfirburðarsigur í Inkassodeild karla sumarið 2016 og batt þar með enda á 12 ára veru í næstefstu deild. Þessum tímamótum var eðlilega fagnað ákaft vel og innilega af þeim fjölmörgu KA-mönnum sem fylgdust með liðinu hampa bikarnum eftir sigur á Grindavík sem endanlega tryggði titilinn
Lesa meira

Þór/KA Íslandsmeistari sumarið 2017

Þór/KA varð Íslandsmeistari í knattspyrnu kvenna sumarið 2017 og var það í annað skiptið sem liðið hampaði þeim stóra. Það má með sanni segja að sigur liðsins hafi komið mörgum á óvart en þegar spáð var í spilin fyrir sumarið virtust flestir reikna með hörkukeppni Vals, Breiðabliks og Stjörnunnar um Íslandsmeistaratitilinn
Lesa meira

Starf sjálfboðaliða KA er ómetanlegt

Starf íþróttafélaga er að miklu leiti háð starfi sjálfboðaliða og erum við í KA gríðarlega þakklát þeim fjölmörgu félagsmönnum sem koma að því að láta okkar mikla starf í öllum deildum ganga upp
Lesa meira

Æfðu eins og KA-maður!

Knattspyrnufélag Akureyrar hélt nýverið uppá 92 ára afmælið sitt og hafa margir slagir verið teknir síðan okkar ágæta félag var stofnað. En þessi leikur sem er í gangi núna er án alls efa sá stærsti sem KA hefur tekið þátt í og sá allra mikilvægasti
Lesa meira

Glæsisumar batt enda á 12 ára bið KA

KA féll úr efstu deild í knattspyrnu sumarið 2004 við tók löng barátta þar sem félagið barðist fyrir því að vinna sér aftur sæti meðal þeirra bestu. Tarkmarkinu var loksins náð sumarið 2016 eftir tólf ára langa bið í næstefstu deild
Lesa meira

Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband