Vetrartöflur yngriflokka knattspyrnudeildar KA

Fótbolti

Vetrarstarfið í fótboltanum fer nú senn að hefjast og birtum við hér vetrartöflur knattspyrnudeildar. Við ítrekum þó að það er afar mikilvægt að allir notist við Sportabler þar sem æfingar geta tekið breytingum, sérstaklega helgaræfingar vegna mótahalds í Boganum.

Æfingar í september eru eins og undanfarin ár allar á KA-svæðinu svo framarlega sem veður leyfir.

Ný tafla tekur gildi í 16. október. Það er haustfrí 1.-15. október í fótboltanum.

Æfingar í Boganum hefjast svo í október en við æfum á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum í Boganum. Áfram æfum við á KA-svæðinu meðan veður leyfir á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum auk þess sem 3. og 4. flokkur eiga styrktaræfingar í Training for Warriors í KA-Heimilinu.


Smelltu á töfluna til að sjá hana stærri

Minnum á notkun Sportabler fyrir allt upplýsingaflæði. Ef einhverjar spurningar eru varðandi yngriflokkastarfið er hægt að hafa samband við Andra Frey yfirþjálfara 5.-8. fl andrifreyr@ka.is og Alla yfirþjálfara 2.-4. fl alli@ka.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband