Undanúrslit hjá Þór/KA/Hömrunum í dag

Fótbolti
Undanúrslit hjá Þór/KA/Hömrunum í dag
Mikið í húfi í dag hjá stelpunum okkar!

Þór/KA/Hamrarnir og Grótta/KR mætast í undanúrslitum Íslandsmótsins í 3. flokki kvenna í knattspyrnu klukkan 12:00 í Boganum í dag. Stelpurnar eru búnar að eiga frábært sumar og tryggðu sér á dögunum sæti í bikarúrslitunum.

Í hádeginu freista þær svo að komast einnig í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Stelpurnar urðu efstar í A-deildinni og mæta nú Gróttu/KR sem varð í efsta sæti í öðrum riðlinum í B-deildinni. Leikurinn í beinni á KA-TV fyrir þá sem ekki komast á völlinn.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband