Flýtilyklar
Ţriđji sigur KA á N1 mótinu kom 2019
Strákarnir í A-liđi KA bundu enda á 28 ára biđ félagsins eftir sigri á N1 mótinu síđasta sumar ţegar ţeir unnu sannfćrandi sigur á mótinu. Strákarnir léku viđ hvurn sinn fingur á mótinu og unnu alla 10 leiki sína.
Á myndinni hér fyrir ofan má sjá sigurliđ KA.
Efri röđ frá vinstri: Óskar Arnór Morales Einarsson, Sigursteinn Ýmir Birgisson, Askur Nói Barry og Jóhann Mikael Ingólfsson.
Neđri röđ frá vinstri: Andri Valur Finnbogason, Aron Dađi Stefánsson, Mikael Breki Ţórđarson og Kristján Breki Pétursson.
Skemmtilegt myndband frá mótinu í fyrra
Mótiđ var gríđarlega stórt í umfangi og er í raun Íslandsmótiđ í 5. flokki en alls kepptu 204 liđ á mótinu sem heldur enn áfram ađ stćkka. KA liđiđ hóf mótiđ á ađ vinna alla ţrjá leiki sína í forkeppni A og B liđa og vann svo sannfćrandi sigur í riđlinum sínum međ markatölunni 19-4.
Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Egils Bjarna frá úrslitaleik strákanna
Í 8-liđa úrslitum unnu strákarnir torsóttan 1-0 sigur á Stjörnunni og mćttu ţví KR í undanúrslitum. KA liđiđ lék gríđarlega vel og vann ađ lokum 4-0 sigur og sćtiđ í úrslitaleiknum tryggt. Ţar mćttu ţeir liđi Vals sem einnig hafđi unniđ alla leiki sína og var mikil eftirvćnting eftir leiknum.
Óskar Morales var valinn besti leikmađur úrslitaleiksins
Ţrátt fyrir mikinn fjölda áhorfenda og mikilvćgi leiksins var ekki ađ sjá ađ strákarnir vćru stressađir ţví ţeir tóku fljótt öll völd á vellinum og ţjörmuđu ađ liđi Vals. Sigur KA liđsins var í raun aldrei í hćttu og ađ lokum vannst 4-0 sigur og gríđarlegur sigurfögnuđur braust út.
Löng biđ KA eftir sigri á mótinu ţví loks á enda og skipuđu strákarnir sér sess í sögu félagsins ásamt drengjunum frá árunum 1988 og 1991.