Þór/KA mætir FH á Greifavellinum

Fótbolti

Úrslitakeppnin í Bestu deild kvenna hefst á morgun, laugardag, þegar Þór/KA tekur á móti FH. Leikið verður á Greifavellinum en stelpurnar okkar munu spila þá heimaleiki sem eftir eru af tímabilinu á Greifavellinum og er það ákaflega gaman að fá þær upp á KA-svæðið.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 en Þór/KA endaði í 3. sæti deildarinnar eftir fyrstu 18 leiki sumarsins. Það þýðir að stelpurnar okkar fá þrjá heimaleiki í úrslitakeppninni og byrjar veislan gegn FH sem endaði í 5. sæti. Það má reikna með hörkuleik og hvetjum við alla sem geta til að mæta og styðja okkar magnaða lið til sigurs, áfram Þór/KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband