Flýtilyklar
Sveinn Margeir framlengir út 2023
14.09.2020
Fótbolti
Sveinn Margeir Hauksson og Knattspyrnudeild KA hafa framlengt samning sinn og er Sveinn nú samningsbundinn KA út sumarið 2023. Þetta eru frábærar fréttir enda Sveinn gríðarlega efnilegur og öflugur leikmaður sem á framtíðina fyrir sér.
Þrátt fyrir að vera aðeins 19 ára gamall er Sveinn Margeir í lykilhlutverki í KA liðinu og hefur spilað í 14 af þeim 15 leikjum sem KA liðið hefur leikið í sumar. Þar áður fór hann fyrir liði Dalvíkur og er hann því kominn með ansi mikla reynslu í meistaraflokki og verður áfram gaman að fylgjast með framgöngu þessa öfluga leikmanns.