Flýtilyklar
Stórsigur á Leikni R. í Mjólkurbikarnum
KA vann í kvöld Leikni frá Reykjavík 6-0 í 32-liđa úrslitum Mjólkurbikarsins. KA leiddi í hálfleik 2-0. Leiknismenn léku tveimur mönnum fćrri frá 31. mínútu eftir tveimur leikmönnum ţeirra var vikiđ af velli. Í síđari hálfleik bćtti KA liđiđ fjórum mörkum og uppskar ađ lokum 6-0 sigur.
KA 6 - 0 Leiknir R.
1 - 0 Nökkvi Ţeyr Ţórisson (’6) Stođsending: Ívar Örn
1 - 0 Rautt spjald: Sólon Breki Leifsson (’30)
1 - 0 Rautt spjald: Brynjar Hlöđversson (’31)
2 - 0 Mikkel Qvist (’39) Stođsending: Brynjar Ingi
3 - 0 Hallgrímur Mar Steingrímsson (’55) Stođsending: Nökkvi Ţeyr
4 - 0 Gunnar Örvar Stefánsson (’62) Stođsending: Nökkvi Ţeyr
5 - 0 Nökkvi Ţeyr Ţórisson (’74) – Víti – Stođsending: Gunnar Örvar
6 - 0 Steinţór Freyr Ţorsteinsson (’90) Stođsending: Ýmir Már
Áhorfendatölur:
267 áhorfendur
Liđ KA:
Kristijan Jajalo, Hrannar Björn, Brynjar Ingi, Hallgrímur J, Mikkel Qvist, Ívar Örn, Andri Fannar, Bjarni Ađalsteins, Hallgrímur Mar, Nökkvi Ţeyr og Guđmundur Steinn.
Bekkur:
Aron Dagur, Almarr, Ásgeir, Ýmir Már, Gunnar Örvar, Steinţór Freyr og Sveinn Margeir.
Skiptingar:
Ýmir Már inn – Hallgrímur J út (’23)
Steinţór Freyr inn – Hrannar Björn út (’46)
Sveinn Margeir inn – Hallgrím Mar út (’58)
Gunnar Örvar inn – Guđmundur Steinn út (’58)
Almarr inn – Mikkel út (’82)
Óli Stefán gerđi ţrjár breytingar frá síđasta leik gegn Víkingi. Inn í liđiđ komu ţeir Kristijan Jajalo, Andri Fannar og Guđmundur Steinn fyrir Aron Dag, Ásgeir og Almarr sem tóku sér sćti á bekknum.
KA liđiđ hóf leikinn af krafti og eftir ađeins 6 mínútna leik var liđiđ komiđ yfir. Ţá átti Andri Fannar sendinu upp í horn á Ívar Örn sem gaf inn í teig á Nökkva Ţey sem kom á ferđinni og náđi laglegu vinstri fótarskoti sem endađi í markinu. Góđ byrjun hjá KA liđinu.
Eftir tuttugu mínútna leik fór Sólon Breki í mjög glćfralega tćklingu á Hallgrím Jónasson sem ţurfti ađ fara af velli meiddur. Sólon uppskar einungis gult spjald sem var vćgast sagt vel sloppiđ. Enda um klárt rautt spjald ađ rćđa. Var alltof seinn í ţessa tćklingu og var Hallgrímur fluttur á brott međ sjúkrabíl. Viđ óskum Hallgrími góđs bata. En ţetta leit alls ekki vel út.
Ađeins tíu mínútum síđar var Sólon Breki aftur á ferđinni og kom hann ţá međ ađra glórulausa tćklingu á Kristijan Jajalo sem lá einnig óvígur eftir. Valdimar Pálsson dómari leiksins gaf honum sitt seinna gula spjald og hefđi hann hćglega geta fengiđ beint rautt fyrir ţetta brot rétt eins og ţađ fyrra. Eitthvađ fór spjald illa í Leiknismenn en Brynjar Hlöđversson leikmađur ţeirra mótmćlti ţví viđ dómara leiksins og uppskar einnig sitt annađ gula spjald og Leiknismenn ţví orđnir 9 inn á vellinum og rétt rúmur hálftími liđin af leiknum.
Örstuttu seinna komst fyrirliđi Leiknismanna óvćnt í dauđafćri eftir mistök í vörn KA en skot hans var yfir markiđ.
Nokkrum mínútum síđar átti Bjarni Ađalsteins hornspyrnu sem Brynjar Ingi skallađi á fjćrstöngina ţar sem Mikkel Qvist var einn og óvaldađur og skallađi hann boltann í netiđ og KA komiđ í 2-0.
Rétt fyrir leikhlé átti svo Guđmundur Steinn skalla í slá og tók hann svo sjálfur frákastiđ og tók hjólhestaspyrnu rétt framhjá markinu og mátti engu muna ađ hann nćđi ađ skora sitt fyrsta mark fyrir KA. Skömmu seinna flautađi Valdimar til hálfleiks og stađan 2-0 KA í vil.
KA hóf seinni hálfleikinn af krafti og eftir skamma stund átti Hallgrímur Mar langskot sem fór rétt framhjá. Nokkrum andartökum seinna átti Hallgrímur svo frábćra sendingu inn fyrir á Nökkva sem var í algjöru dauđafćri en skaut hann himinhátt yfir markiđ í góđri stöđu.
KA liđiđ lét svo kné fylgja kviđi og sótti á níu Leiknismenn sem máttu síns lítiđ. Á 55. mínútu áttu Nökkvi og Hallgrímur Mar laglegan samleik viđ vítateigin sem lauk međ flottri hćlsendingu frá Nökkva og var Hallgrímur Mar kominn í gott fćri sem hann klárađi vel og kom hann KA í 3-0.
Skömmu síđar gerđi KA tvöfalda skiptingu og komu ţeir Gunnar Örvar og Sveinn Margeir inn á. Gunnar Örvar var ekki lengi ađ láta til sín taka og skorađi hann eftir einungis ţrjár mínútur eftir magnađan undirbúning frá Nökkva sem lék á varnarmenn Leiknis og gaf á Gunnar Örvar sem var aleinn í teignum og klárađi hann fćriđ og kom KA í 4-0.
Á 74. mínútu komst Gunnar Örvar einn í gegn og var rifinn niđur af varnarmanni Leiknis og víti réttilega dćmt. Á punktinn steig Nökkvi Ţeyr og skorađi hann af miklu öryggi međ föstu skoti upp í vinstra horniđ og kom KA í 5-0.
Ţađ var svo viđ lok venjulegs leiktíma sem Steinţór Freyr skorađi síđasta mark KA ţegar ađ Ýmir Már átti fyrirgjöf fyrir markiđ sem Steinţór Freyr klárađi af stuttu fćri og 6-0 sigur KA stađreynd og sćti í 16-liđa úrslitum Mjólkurbikarsins tryggt. Dregiđ verđur í 16-liđa úrslit bikarsins á föstudaginn og spennandi ađ sjá hverja KA fćr í nćstu umferđ.
Nivea KA-mađur leiksins: Nökkvi Ţeyr (2 mörk og 2 stođsendingar. Var magnađur í sóknarleik KA í kvöld. Var nálćgt ţví ađ skora ţrennuna og matađi samherja sína í sífellu međ góđum sendingum og vann vel fyrir liđiđ.)
Nćsti leikur KA er á sunnudaginn nćstkomandi ţegar KA fer í Garđabćinn og mćtir Stjörnunni í 3. umferđ Pepsi Max Deildarinnar. Leikurinn hefst kl. 17:00 og hvetjum viđ alla KA-menn á höfuđborgarsvćđinu ađ mćta og styđja okkar menn.
Áfram KA!