Sonja og Krista í æfingahóp U16

Fótbolti
Sonja og Krista í æfingahóp U16
Frábært tækifæri hjá Sonju og Kristu

Þór/KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U16 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu sem kemur saman til æfinga dagana 12.-14. janúar næstkomandi í Skessunni í Hafnarfirði. Þetta eru þær Sonja Björg Sigurðardóttir og Krista Dís Kristinsdóttir og óskum við þeim til hamingju með valið.

Stelpurnar léku báðar stórt hlutverk í liði Hamranna á síðasta sumri og hafa nú þegar tekið sín fyrstu skref með meistaraflokksliði KA/Þórs. Báðar léku þær síðasta leik Þórs/KA er liðið vann 4-2 sigur á Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í Kjarnafæðismótinu og skoraði Sonja Björg meðal annars eitt mark í leiknum.

Það verður spennandi að fylgjast áfram með framgöngu þeirra Sonju og Kristu og óskum við þeim góðs gengis á æfingunum í vikunni.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband