Flýtilyklar
Sex stiga leikur í Krikanum hjá Þór/KA
26.09.2020
Fótbolti
Þór/KA sækir FH heim í hreinum sex stiga leik í fallbaráttunni í Pepsi Max deild kvenna í fótboltanum. Eftir erfitt gengi að undanförnu eru stelpurnar staðráðnar í að koma sér aftur á beinu brautina og það hefst í dag.
Fyrir leikinn er okkar lið í fallsæti með 12 stig en gríðarlega þéttur pakki er í kringum fallsætið. FH er tveimur sætum fyrir ofan með 13 stig og ljóst að með sigri í dag myndi Þór/KA fara úr fallsæti og uppfyrir FH. Á botninum er lið KR með 10 stig en þær eiga tvo leiki til góða og ljóst að síðustu fjórar umferðirnar í deildinni verða gríðarlega spennandi.