Risaleikur að Hlíðarenda kl. 18:30

Fótbolti

Það er heldur betur stórleikur á dagskrá í dag þegar KA sækir Íslandsmeistara Vals heim í næstsíðustu umferð Pepsi Max deildar karla. Fyrir leikinn eru liðin jöfn að stigum í 4.-5. sæti deildarinnar og aðeins tveimur stigum frá KR sem situr í 3. sætinu.

Efstu tvö sæti deildarinnar gefa þátttökurétt í Evrópukeppni á næstu leiktíð en verði annað af þeim liðum Bikarmeistari þá mun þriðja sæti deildarinnar einnig gefa sæti í Evrópukeppni. Það er því ansi mikilvægt að gefa allt í síðustu tvo leikina og reyna að ná 3. sætinu en lið Víkings sem nú situr í 2. sæti deildarinnar er enn með í bikarnum.

Leikurinn mikilvægi í dag hefst klukkan 18:30 á Origo vellinum að Hlíðarenda og það er ljóst að við þurfum á öllum þeim stuðning sem í boði er til að leggja sterkt lið Vals að velli. Fyrir þá sem ekki komast á Hlíðarenda þá verður leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband