Myndir frá snjókomujafntefli KA og HK

Fótbolti
Myndir frá snjókomujafntefli KA og HK
Krefjandi aðstæður í gær! (mynd: Sævar Geir)

KA tók á móti HK á Greifavellinum í gær í Pepsi Max deild karla. Gestirnir komust yfir snemma leiks en Almarr Ormarsson tryggði KA-liðinu jafntefli með þrumuskoti fyrir utan teig er 10 mínútur lifðu leiks.

Aðstæðurnar á vellinum voru ansi krefjandi en það snjóaði á löngum tímum leiksins auk þess sem það var frekar kalt. Það stoppaði þó ekki harða stuðningsmenn KA í að mæta og styðja sitt lið og hefur liðið nú ekki tapað á heimavelli í deildinni í rúma 15 mánuði.

Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndari var á svæðinu og býður hér til myndaveislu frá leiknum.


Smelltu á myndina til að skoða myndir Sævars Geirs frá leiknum


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband