Myndaveislur frá fyrsta heimaleiknum

Fótbolti
Myndaveislur frá fyrsta heimaleiknum
Rodri gerði mark KA (mynd: Þórir Tryggva)

Fótboltaveisla sumarsins fór af stað á sunnudaginn er KA tók á móti HK í fyrstu umferð Bestudeildarinnar. Aðstæður voru nokkuð krefjandi en engu að síður mættu tæplega 500 manns á leikinn og þökkum við ykkur kærlega fyrir stuðninginn.

KA-liðið tók forystuna snemma leiks er Rodrigo Gomes Mateo skallaði boltann í netið en gestirnir jöfnuðu metin skömmu síðar og var staðan 1-1 í hálfleik. Það má með sanni segja að KA hafi haft mikla yfirburði í leiknum en þrátt fyrir nokkur úrvalsfæri tókst strákunum ekki að endurheimta forystuna og þurftu að lokum að sætta sig við skiptan hlut.

Þórir Tryggvason, Egill Bjarni Friðjónsson og Sævar Geir Sigurjónsson ljósmyndarar voru allir á leiknum og bjóða allir upp á flottar myndaveislur frá leiknum. Þökkum þeim innilega fyrir framtakið og minnum á að strákarnir taka á móti FH á laugardaginn í vonandi betra veðri!


Smelltu á myndina til að skoða myndir Þóris Tryggva frá leiknum


Smelltu á myndina til að skoða myndir Egils Bjarna frá leiknum


Smelltu á myndina til að skoða myndir Sævars Geirs frá leiknum


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband