Myndaveislur frá frábćrum sigri á KR

Fótbolti
Myndaveislur frá frábćrum sigri á KR
Frábćr ţrjú stig í hús! (mynd: Ţórir Tryggva)

KA tók á móti KR-ingum í fyrsta leik úrslitakeppninnar í Bestu deildinni á Greifavellinum í gćr en gríđarlega mikiđ var í húfi fyrir okkar liđ enda hörđ barátta um sćti í Evrópukeppni og alveg klárt ađ ţangađ ćtla strákarnir okkar sér.

Ţeir Ţórir Tryggvason, Egill Bjarni Friđjónsson og Sćvar Geir Sigurjónsson ljósmyndarar voru allir á leiknum og bjóđa upp á myndaveislur frá leiknum hér fyrir neđan. Ţökkum ţeim kćrlega fyrir framtakiđ.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Ţóris Tryggva frá leiknum

Leikir KA og KR í sumar hafa ekki beinlínis veriđ opnir og mikiđ fyrir augađ og var svipađ uppi á teningunum í gćr. Bćđi liđ vörđust vel og gekk erfiđlega ađ koma sér í alvöru fćri og var stađan markalaus í hálfleik.

En ţađ breyttist ţó í upphafi síđari hálfleiks ţegar Ţorri Mar Ţórisson kom sér í góđa stöđu og renndi boltanum fyrir mark gestanna ţar sem Pontus Lindgren varđ fyrir ţví óláni ađ renna boltanum í eigiđ net og KA ţví komiđ í 1-0.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Egils Bjarna frá leiknum

Í kjölfariđ reyndu gestirnir hvađ ţeir gátu til ađ jafna metin en komust áfram lítt áleiđis gegn frábćrri vörn KA-liđsins og ţar fyrir aftan var Kristijan Jajalo međ allt á hreinu. Undir lok leiks munađi svo minnstu ađ strákunum tćkist ađ bćta viđ marki en inn vildi boltinn ekki og gríđarlega mikilvćgur 1-0 sigur í höfn.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Sćvars Geirs frá leiknum

KA er ţví komiđ í algjöra kjörstöđu í baráttunni um sćti í Evrópukeppni á nćstu leiktíđ en ţegar liđiđ á fjóra leiki eftir eru strákarnir 14 stigum á undan Val í 4. sćtinu sem á eftir fimm leiki. Međ Bikarsigri Víkinga á laugardaginn eru nú allar líkur á ađ efstu ţrjú sćti Bestu deildarinnar gefi ţátttöku í Evrópukeppninni.

Nćsti leikur er á sunnudaginn ţegar KA tekur á móti toppliđi Breiđabliks en međ sigrinum er KA nú fimm stigum á eftir Blikum sem eiga ţó leik til góđa.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband