Myndaveisla frá mikilvægum sigri Þórs/KA

Fótbolti
Myndaveisla frá mikilvægum sigri Þórs/KA
Madeline Rose tryggði sigurinn (mynd: EBF)

Þór/KA vann gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Selfyssingum í Pepsi Max deild kvenna er liðin mættust í Boganum á sunnudaginn. Baráttan í deildinni er gríðarlega hörð og skiptir hvert einasta stig gríðarlega miklu máli en nú eru aðeins tvær umferðir eftir af deildinni.

Madeline Rose Gotta gerði eina mark leiksins á 22. mínútu sem dugði til að tryggja öll stigin og hoppuðu stelpurnar upp í 7. sæti deildarinnar með sigrinum. Það eru þó enn aðeins tvö stig niður í fallsæti og því áfram lífsnauðsynlegt að hala inn stigum.

Það er þó ótrúlegt að á sama tíma eru aðeins fjögur stig upp í 3. sæti deildarinnar þar sem Selfoss situr.

Egill Bjarni Friðjónsson var á leiknum og býður til myndaveislu frá þessum frábæra sigri stelpnanna.


Smelltu á myndina til að skoða myndir Egils Bjarna frá leiknum


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband