Mikilvćgur sigur í fyrsta leik (myndir)

Fótbolti
Mikilvćgur sigur í fyrsta leik (myndir)
Ţrjú stig í hús! (mynd: Sćvar Geir)

KA tók á móti Leiknismönnum í fyrstu umferđ Bestu deildarinnar á Dalvíkurvelli í gćr. Mikil eftirvćnting er fyrir sumrinu enda náđi KA liđiđ frábćrum árangri á síđustu leiktíđ og var gaman ađ sjá hve margir lögđu leiđ sína til Dalvíkur til ađ styđja strákana.

KA liđiđ hafđi mikla yfirburđi á vellinum í gćr en gestirnir lágu til baka og gáfu fá fćri á sér. Fyrir vikiđ var lítiđ bit í sóknarleik Leiknismanna en ţeirra helstu tćkifćri komu eftir kćruleysi í öftustu línu KA liđsins en ţađ slapp sem betur fer til.

Sćvar Geir Sigurjónsson ljósmyndari var á leiknum og býđur hér til myndaveislu frá herlegheitunum á Dalvíkurvelli og kunnum viđ honum bestu ţakkir fyrir framtakiđ.


Smelltu á myndina til ađ skođa myndir Sćvars Geirs frá leiknum

Fyrri hálfleikur var markalaus en í upphafi síđari hálfleiks kom Elfar Árni Ađalsteinsson KA yfir međ góđum skalla eftir frábćra fyrirgjöf frá Ásgeiri Sigurgeirssyni. Í kjölfariđ datt leikurinn niđur og sigldu strákarnir ađ lokum sanngjörnum 1-0 sigri í hús.

Strákarnir gerđu nóg í gćr til ađ tryggja stigin ţrjú og frammistađan ađ mörgu leiti jákvćđ. Ţađ getur veriđ erfitt ađ vera fyrirfram sterkari ađilinn í fyrstu leikjum sumars ţegar liđin eru enn ađ koma sér í gang og afar jákvćtt ađ ţessu verkefni sé lokiđ međ ţremur stigum.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband