Flýtilyklar
Mikilvægur leikur í Grafarvoginum í dag
KA sækir Fjölni heim klukkan 14:00 í Pepsi Max deild karla í fótboltanum í dag. Strákarnir unnu góðan 2-0 sigur á Fylki í síðustu umferð og geta komið sér í ansi góða stöðu fyrir síðari hluta deildarinnar með sigri í Grafarvoginum.
Heimamenn eru hinsvegar á botni deildarinnar með aðeins 5 stig og þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að færa sig nær 10. sætinu en þeir eru 9 stigum á eftir Víking, ÍA og KA sem eru öll með 14 stig. Í 11. sætinu eru svo Gróttumenn með 7 stig og ljóst að með sigri í dag er okkar lið komið í vænlega stöðu og gæti farið að horfa upp fyrir sig í deildinni.
Hvetjum alla sem geta til að mæta og styðja strákana en fyrir þá sem ekki komast verður leikurinn í beinni á Stöð 2 Sport, áfram KA!