Lokaleikur KA í Lengjubikarnum í kvöld

Fótbolti

KA mætir Magna í lokaleik liðanna í Lengjubikarnum klukkan 20:00 í Boganum í kvöld. KA liðið er staðráðið í að svara fyrir síðustu tvo leiki sína sem hafa báðir tapast og ljóst að strákarnir vilja klára mótið með stæl.

Liðin mættust nýverið í Kjarnafæðismótinu þar sem KA vann 4-1 sigur eftir að staðan hafði verið 1-0 í hálfleik. Þorri Mar Þórisson gerði tvö mörk og Hrannar Björn Steingrímsson gerði eitt mark auk þess sem Magnamenn gerðu sjálfsmark undir lok leiksins.

Leikurinn verður í beinni á KA-TV fyrir þá sem ekki komast í Bogann, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband