Landsbankinn framlengir við knattspyrnudeild KA

Fótbolti
Landsbankinn framlengir við knattspyrnudeild KA
Hjörvar og Arnar Páll við undirritunina í dag

Knattspyrnudeild KA og Landsbankinn skrifuðu í dag undir nýjan styrktarsamning sem mun gilda út keppnisárið 2022. Landsbankinn hefur verið öflugur bakhjarl deildarinnar og erum við afar þakklát fyrir áframhaldandi samstarf sem mun skipta miklu máli í knattspyrnustarfi KA.

Undirritun samningsins fór fram í höfuðstöðvum Landsbankans á Akureyri en Hjörvar Maronsson formaður knattspyrnudeildar KA og Arnar Páll Guðmundsson fyrir hönd Landsbankans skrifuðu undir.

Það er mikill kraftur í starfi Knattspyrnudeildar hvort sem litið er til meistaraflokka eða yngriflokka og skiptir samstarf og stuðningur fyrirtækja gríðarlega miklu máli í að viðhalda því flotta starfi sem búið er að byggja upp innan félagsins.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband