Flýtilyklar
Knattspyrnudeild KA þakkar stuðninginn!
Knattspyrnudeild KA þakkar ykkur kærlega fyrir veittan stuðning í þessum skemmtilegu Facebook-áheitum sem þið hafið sett af stað á síðastliðnum dögum. Framtak sem þetta hjálpar okkur vissulega á þessum erfiðu tímum sem við nú öll erum að ganga í gegnum.
Það er virkilega gaman og gott að finna hvað þið standið vel með félaginu ykkar þegar á reynir. Við munum reyna að nýta stuðning ykkar til afreka og skemmtunar á völlunum í sumar.
Við viljum að auki benda ykkur sérstaklega á, að stelpurnar okkar í Þór/KA og Hömrunum hafa einnig sett af stað áheitasöfnun með svipuðu formi og viljum við hvetja allt KA fólk til að sýna þeim stuðning í verki. Jafnframt viljum við benda ykkur á facebooksíðu þeirra en þar munu stelpurnar auglýsa aðrar fjáraflanir þeirra í sumar.
Styrktarreikningur Þórs/KA er:
0566-26-6004
kt. 6409091020
Með KA kveðju,
knattspyrnudeild KA