KA vann góðan útisigur á Fram

Fótbolti
KA vann góðan útisigur á Fram
Góður sigur í Egilshöllinni (mynd: Þórir Tryggva)

KA lék sinn annan leik í Lengjubikarnum er liðið sótti Fram heim í Egilshöllina. KA hafði gert 1-1 jafntefli gegn Fylki í opnunarleik sínum og þurfti því á sigri að halda gegn Fram sem leikur í 1. deildinni á komandi sumri. Aðeins efsta liðið í hverjum riðli í Lengjubikarnum fer áfram í undanúrslitin.

Gunnar Örvar Stefánsson sem skrifaði nýverið undir hjá KA á dögunum skoraði fyrsta mark leiksins á 17. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Nökkvi Þeyr Þórisson kom KA svo í 2-0 á upphafsmínútum síðari hálfleiks.

Gunnar Gunnarsson minnkaði muninn fljótlega eftir það fyrir Framara en nær komust þeir ekki og á endanum gulltryggði Sveinn Margeir Hauksson sigur KA með laglegu marki á 82. mínútu.

3-1 sigur þar með staðreynd og er KA því með fjögur stig eftir tvo leiki. Víkingur er hinsvegar á toppi riðilsins með 6 stig en auk KA er Fylkir með fjögur stig. Næsti leikur KA er á laugardaginn er Keflvíkingar mæta norður en þeir eru með þrjú stig eftir sigur gegn Fram og tap gegn Víking.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband