Flýtilyklar
KA sækir Stjörnuna heim kl. 18:00 í dag
26.08.2020
Fótbolti
Baráttan heldur áfram í Pepsi Max deildinni í dag þegar KA sækir Garðbæinga heim klukkan 18:00. Heimamenn í Stjörnunni eru enn taplausir með 19 eftir níu leiki og ljóst að krefjandi leikur er framundan á Samsungvellinum.
Á sama tíma er KA-liðið með 9 stig eftir tíu leiki og hafa strákarnir verið ákaflega óheppnir að hafa ekki uppskorið fleiri stig í síðustu leikjum. Það má því búast við okkar lið leggi allt í sölurnar til að tryggja þrjú stig og lyfta sér ofar í deildinni.
Athugið að engir áhorfendur eru leyfðir á vellinum þessa dagana en leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport.