KA hefur leik í Kjarnafæðismótinu

Fótbolti

Þá er komið að fyrsta leik KA á Kjarnafæðismótinu er mætir KF í Boganum klukkan 19:20 í kvöld. Liðin leika í riðli 1 á mótinu en auk KA og KF leika þar Þór 2 og Dalvík/Reynir. Liðið sem vinnur riðilinn leikur svo til úrslita gegn sigurvegaranum í riðli 2.

Leikurinn átti upphaflega að fara fram á laugardaginn síðasta en var frestað vegna veðurs og líklega kominn töluverður spenningur í okkar lið að spila sinn fyrsta leik frá því að fótboltasumrinu var slaufað vegna Covid veirunnar en KA endaði í 7. sæti Pepsi Max deildarinnar.

Athugið að engir áhorfendur eru leyfðir á leikjum mótsins en leikurinn verður í beinni á KA-TV, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband