KA - Breiðablik færður fram til morguns

Fótbolti

Stórleikur KA og Breiðabliks í Bestu deildinni hefur verið færður fram til laugardags og fer því fram á morgun klukkan 14:00 á Greifavellinum. Er þetta gert vegna slæmrar veðurspár á sunnudeginum.

Við getum því fagnað Evrópusætinu með strákunum einum degi fyrr og stutt þá til sigurs gegn toppliði Blika en með sigri myndi KA hleypa spennu í titilbaráttuna en KA og Víkingar eru 8 stigum á eftir Breiðablik þegar fjórar umferðir eru eftir af deildinni.

Miðasala er í fullum gangi í Stubb og fanzone upphitunin hefst kl. 13:00, áfram KA!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband