Jólafótbolti fyrir öfluga iðkendur

Fótbolti

Meistaraflokkur karla í fótbolta býður upp á skemmtilegan jólabolta fyrir öfluga iðkendur í 4., 5., og 6. flokki. Strákarnir hafa boðið upp á þetta framtak undanfarin ár við góðar undirtektir og verður boltinn að sjálfsögðu á sínum stað núna í aðdraganda jólanna.

Það verður komið frí frá skóla og æfingum þarna (21. og 22. des) og fátt skemmtilegra að gera en að koma í Bogann í skemmtilegar æfingar.

Þátttakan hefur verið ótrúlega góð undanfarin ár en í grunninn verður tvískipt eftir aldri og síðan skipt í minni hópa.

Skráning fer fram í gegnum Sportabler eða með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan:

Skráning í jólaboltann


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband