Ísfold og Unnur valdar í æfingahóp U19

Fótbolti
Ísfold og Unnur valdar í æfingahóp U19
Spennandi tækifæri hjá Ísfold og Unni

Þór/KA á tvo fulltrúa í æfingahóp U19 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu en það eru þær Ísfold Marý Sigtryggsdóttir og Unnur Stefánsdóttir. Æfingarnar fara fram dagana 24.-26. janúar næstkomandi en liðið undirbýr sig nú fyrir undankeppni EM 2022 en liðinu stýrir Jörundur Áki Sveinsson.

Ísfold hefur verið fastamaður í hópnum að undanförnu en Unnur kemur inn sem nýliði en Unnur gekk nýverið til liðs við Þór/KA frá Grindavík og afar gaman að sjá hana fá tækifærið ásamt Ísfold. Við óskum stelpunum til hamingju með valið sem og góðs gengis á komandi æfingum.

Íslenska liðið mun leika í milliriðli í undankeppni EM í byrjun apríl en þar mun liðið mæta Belgíu, Englandi og Wales en aðeins sigurliðið fer áfram í lokakeppnina sem fer fram í Tékklandi í sumar og því afar spennandi verkefni framundan.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband