Grímsi leikjahæstur í efstu deild hjá KA

Fótbolti

Hallgrímur Mar Steingrímsson bætti enn eitt félagsmetið hjá KA í 0-1 sigrinum á Val á dögunum en hann er nú leikjahæsti leikmaður KA í efstu deild með 128 leiki.

Grímsi varð leikjahæsti leikmaður í sögu KA á síðasta tímabili og heldur áfram að bæta við það met sitt með hverjum leik en hann hefur nú leikið 277 leiki fyrir KA í deild og bikar.

Þá er hann einnig markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 85 mörk og þar af eru 43 mörk í efstu deild sem er einnig félagsmet.

Metið sem Grímsi bætti um helgina átti Erlingur Kristjánsson en hann lék alls 127 leiki fyrir KA í efstu deild á sínum tíma. Erlingur er áfram leikjahæsti leikmaður í sögu handknattleiksdeildar KA en hann lék 577 leiki fyrir KA í handbolta.


Erlingur fyrirliði meistaraflokks KA hampar Íslandsmeistarabikarnum 1989 á Akureyrarflugvelli

Erlingur var fyrirliði Íslandsmeistaraliðs KA í knattspyrnu sumarið 1989 sem og Íslandsmeistaraliðs KA í handbolta árið 1997 og er hann sá eini sem hefur verið fyrirliði Íslandsmeistaraliðs í bæði handbolta og fótbolta.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband