Fjórir fulltrúar KA í lokahóp U17 landsliðsins!

Fótbolti
Fjórir fulltrúar KA í lokahóp U17 landsliðsins!
Magnaðir fulltrúar KA!

Jörundur Áki Sveinsson þjálfari U17 ára landsliðs Íslands í knattspyrnu valdi í dag lokahóp fyrir undankeppni EM 2023. Undankeppnin fer fram í Norður-Makedóníu dagana 22. október til 1. nóvember næstkomandi.

KA á alls fjóra fulltrúa í hópnum og á ekkert lið jafn marga fulltrúa í hópnum sem telur 20 leikmenn. Þetta eru þeir Elvar Máni Guðmundsson, Ívar Arnbro Þórhallsson, Nóel Atli Arnórsson og Valdimar Logi Sævarsson.

Þeir Elvar, Ívar og Valdimar hafa allir verið að banka allhressilega á dyr meistaraflokks KA og hafa bæði Elvar og Valdi leikið með liðinu á núverandi sumri. Þá er Nóel Atli að standa sig frábærlega í akademíu Álaborgar í Danmörku.

Strákarnir eru að fara inn í ansi spennandi verkefni en í Norður-Makedóníu mæta þeir heimamönnum, Lúxemborg og Frakklandi. Efstu tvö liðin fara áfram í milliriðil þar sem sæti á lokamóti EM er í húfi. Það er því ansi mikið undir í komandi verkefni og óskum við strákunum til hamingju með landsliðssætið sem og góðs gengis í Norður-Makedóníu.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband