Fjögurra ára samningur við Bautann/Rub23

Fótbolti
Fjögurra ára samningur við Bautann/Rub23
Sævar og Einar sáttir við undirskriftina

Knattspyrnudeild KA og Bautinn/Rub23 skrifuðu í dag undir nýjan styrktarsamning sem mun gilda til næstu fjögurra ára. Bautinn/Rub23 hefur verið öflugur bakhjarl deildarinnar og erum við afar þakklát þeim fyrir áframhaldandi samstarf sem mun skipta miklu máli í knattspyrnustarfinu.

Samstarfið er gríðarlega mikilvægt fyrir starf Knattspyrnudeildar KA og hjálpar til að mynda mikið við framkvæmd N1-mótsins þar sem rúmlega 2.000 aðilar borða heitar máltíðir á meðan mótinu stendur.

Það er mikill kraftur í starfi Knattspyrnudeildar hvort sem litið er til meistaraflokka eða yngriflokka og skiptir samstarf og stuðningur fyrirtækja gríðarlega miklu máli í að viðhalda því flotta starfi sem búið er að byggja upp innan félagsins.

Við hvetjum að sjálfsögðu félagsmenn KA til að beina viðskiptum sinna til þeirra fyrirtækja er styðja við félagið.


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband