Evrópufögnuður KA í Sjallanum 29. okt

Fótbolti
Evrópufögnuður KA í Sjallanum 29. okt
Ekki missa af þessari mögnuðu skemmtun!

Við munum gera upp magnað fótboltasumar okkar KA-manna í Sjallanum laugardaginn 29. október næstkomandi þar sem Kalli Örvars verður partýstjóri og þá munu Magni og Evrópubandið halda uppi dúndrandi sveitaballi að dagskrá liðinni.

Það verður af nógu að taka enda sögulegt tímabil að ljúka þar sem KA tryggði sér sæti í Evrópukeppni í þriðja skiptið í sögunni. Þá er það ljóst að KA mun ná sínum næstbesta árangri á Íslandsmótinu.

Húsið opnar klukkan 21:00 og alveg ljóst að þú vilt ekki missa af þessari mögnuðu gleði okkar KA-manna. Miðaverð er 3.990 krónur og fer miðasala fram í gegnum Stubb. Hlökkum til að sjá ykkur!


Knattspyrnufélag Akureyrar  |  Dalsbraut 1 600 Akureyri  |  S. 462 3482 | Hafa samband